Frakkar á villigötum

Frakkar þurfa að ákveða stefnu sína í þessum málum. Þykir mér það miður ef þessi maður hefur í alvöru neytt konu sína til að haga sér á ákveðinn hátt, en við verðum að gera okkur grein fyrir því að í sumum menningarheimum er einfaldlega ósmekklegt að klæða sig á ákveðinn hátt - alveg eins og í okkar eigin menningu er ekki algengt að sjá konur ganga um berar að ofan niðri í bæ. Mér finnst Frakkar ekki bregðast rétt við þeim alvarlegu vandamálum sem þar fyrirfinnast í sambandi við fólk af erlendum uppruna - það ætti að berjast gegn rasisma og og fordómum gagnvart fólki af erlendum uppruna, sérstaklega frá Norður-Afríku og/eða múslimum, frekar en að banna. Fjöldi fólks býr í Frakklandi frá þessum svæðum en Frakkland reynir enn að þykjast vera ekki innflytjendaland.
mbl.is Synjað um borgararétt í Frakklandi vegna hjúpslæðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki aðalmálið að kallinn -neyddi- konuna til þess að bera hjúpinn?

Ágúst (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 08:29

2 Smámynd: Sólveig Rós

Það stendur í þessari frétt, jú. En ég vildi bara nota tækifærið og ræða þetta. Þó það geti algjörlega verið að í þessu tilviki sé svo, þá finnst mér eins og við heyrum oftar umræður um múslima og slæður í þessu samhengi, en sjaldnar frá þeim sem kjósa að ganga með slæður út frá sínum eigin forsendum. Til dæmis finnst mér titillinn á þessari frétt misvísandi - það er ekki slæðan sem er vandamálið, heldur staðhæfingin að maðurinn neyddi konuna sína til hegðunar sem hún getur hafa verið ósammála.

Sólveig Rós, 3.2.2010 kl. 08:52

3 identicon

það er ekki hægt að vera með rasisma gegn múslimum því múslimar eru ekki kynþáttur. Djöfull er það farið að vera pirrandi hvað allt er kallað rasismi.

Hvað er að því að synja honum um ríkisborgararétt þegar hann er að brjóta gegn réttindum konu sinnar til að klæða sig eins og hún vill. Hann getur bara verið í saudi arabíu ef hann vill kúga konur.  Múslimar eru ógeðsleigi, þeir stunda til dæmis barnaníð, gamlir kallar giftast 10 ára stelpum. Viltu fá þessi gildi hingað til okkar. Umburðalindi gagnvart múslimu er farið að vera óþolandi.

Óli (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 08:57

4 Smámynd: Sólveig Rós

Alltaf gaman að fá málefnilegar athugasemdir...

 Það er alveg rétt að múslimar eru ekki kynþáttur. Aftur á móti eru flestir íbúar Norður-Afríku (sem eru margir hverjir múslimar) dökkir á hörund, og ríkja miklir fordómar gagnvart þeim í Frakklandi, sem ég kalla rasisma. Það fólk sem um ræðir hérna er t.d. frá Marokkó. 

 Ég sagði ekki að það væri neitt að því að synja honum ríkisborgararétt vegna þess að brjóta gagnvart konu sinni. Ég vildi bara vekja athygli á því að það eru þau brot sem eru vandamálið, en ekki það að konan gangi með blæju. 

 Svo hlusta ég ekki á alhæfingar - það eru til hundruðir milljóna múslima í heiminum, og þó sumir þeirra hagi sér vægast sagt ósmekklega, þá eru til milljónir múslima sem gera það ekki. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að íslam er ríkjandi í löndum frá Marokkó til Serbíu til Indónesíu, og lítið er hægt að alhæfa um svo fjölbreyttan hóp fólks, ekki frekar en hægt er að segja að allir kristnir menn séu eins. (Fjölkvæni og að giftast ungum stúlkum gegn þeirra vilja tíðkast t.d. í sumum mormónasamfélögum.) Ég á mjög góða vini sem eru múslimar og finnst mér þeir (s.s. vinir mínir - ekki allir múslimar þar sem ég get ómögulega talað um þá alla!) oft haga sér á þann hátt að ég ætti að taka mér til fyrirmyndar, og hefði ég ekkert á móti þvi að fá gildi "þeirra" til "okkar". 

Sólveig Rós, 3.2.2010 kl. 09:03

5 Smámynd: Sólveig Rós

afsakið, ég dreg hluta færslu minnar til baka - þetta fólk er af ótilgreindu þjóðerni, það var talað um annað mál konu sem er frá Marokkó.

Sólveig Rós, 3.2.2010 kl. 09:05

6 identicon

Málið er að öfgatrúarmenn koma undan uppeldi hjá hófværu trúarfólki. Til að koma í veg fyrir öfgatrú þarf að losna við alla trú(kristni líka). En múslimar eru samt langverstir af öllum trúarbrögðum. Þeir vilja skikka okkur til að fylgja sínum heimskulegu trúarreglum af því að þeir flytja til okkar. Banna okkur að borða skinku og svo framvegis. Múslimar gera ekkert fyrir vesturlandabúa sem flytja til þeirra. Því ættum við að leggjast á bakið og leyfa þeim að setja okkur reglur.

Óli (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 09:14

7 identicon

Sólveig, þú opinberar hér ákveðna einfeldni og þekkingarleysi, afsakaðu orðbragðið. fréttin fjallar um að kona var neydd til að hylja líkama sinn og hár skv. trúartextum múslima. Frakkar eru nú að rísa upp og sjá hið rétta eðli múhameðstrúar og hvaða afleiðingar fjölgun múslima í landi þeirra hefur haft. Hugsanlega er það samt of seint og Frakkland er mögulega að breytast hægt og rólega í múslimaland með sharíalögum og þeirri ógnarstjórn sem þeim fylgir.

Í hverfum múslima í Evrópu er ástandið þannig að konur geta ekki farið þar um án þess að verða fyrir áreiti ef þær eru ekki huldar skv. íslömskum sið. Allt er þetta predikað af klerkum múslima sem segja það vilja Allah að konur séu kúgaðar á ýmsa vegu. Stúlkur múslima eru aldar upp við þann áróður að þær muni brenna í Helvíti hjá Allah ef þær hylja ekki hár sitt og líkama við kynþroskaaldurinn. Á bak við þessa trú stendur meiri illska en þú getur ímyndað þér! Ég hvet þig til að kynna þér þetta málefni (múhammeðstrú), því dýpra sem þú kafar því ógeðslegri hlutir birtast þér.

Kvennréttindi eru ekki sjálfsögð og tiltölulega nýtilkomin í menningu mannkyns. það væri nær, kæra Sólveig, að þú stæðir upp og verðir þessi réttindi með kjafti og klóm, konur í löndum múslima eru barðar og drepnar fyrir að krefjast aukinna mannréttinda, t.d. fyrir að neita að bera slæðuna. Skv. trúartextum íslams eru konur eins og húsdýr og konur eru hórur í paradís Allah. Þú munt líklegast kalla mig fordómafullan, en spurðu svo sjálfa þig, hvor er fordómafyllri, ég eða Allah?

Brynjar (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 09:27

8 Smámynd: Sólveig Rós

oh, hvað þetta er gaman!

Ég er semsagt einföld fyrir það að gera mér grein fyrir því að það ríkir fjölbreytni innan einnar stærstu trúarhreyfingar heims? Er það þekkingarleysi að gera mér grein fyrir því að sharía-lög og ógnarstjórn fylgir ekki sjálfkrafa fjölda múslima? Ég neita að trúa því að illska liggi að baki trúarbrögðum sem milljónir manna finna styrk og í, þó að sumir (takið eftir - sumir!) noti hana til að stjórna öðrum. 

Ég tel mig vera að vernda mannréttindi - þar með talið kvenréttindi - þegar ég ver rétt fólks til að kjósa. Kjósa að ganga með slæðu, eða ekki ganga með slæðu, kjósa að fylgja trúarritningum (svo lengi sem þær ganga ekki að frelsi annarra, þó það sé hægt að rökræða um þau mörk endalaust) eða ekki. Það er mikill munur á milli þess að ræða um hegðun múslimskra einstaklinga í dag og að fara beint í kóraninn. Er hægt að ræða hegðun Íslendinga, sem margir eru af kristnum bakgrunni, með því að lesa Biblíuna? Það er ekki mikið um kvenréttindi þar. 

Það er alveg rétt að það eru vandamál í Evrópu þar sem fólk kemur saman af mismunandi menningarheimum og skilur ekki hvort annað almennilega, og það er líka vandamál þegar hópar (t.d. konur) fá ekki að njóta fullra réttinda, en það er ekki Íslam sem er vandamálið, heldur túlkun þess. Það er hegðun einstaklinga sem fela sig bak við trúarritningar til þess að stjórna öðrum. Það er ekkert að því að ganga með blæju, en það er vandamál þegar kona er neydd til að ganga með blæju. 

En ég skil, kæri Brynjar, að það er auðveldara að segja að ég sé einföld frekar en að svara beint þeim rökum sem ég hef sett fram, sem snúast um að staðan sé aðeins flóknari en fólk oft heldur fram. 

Sólveig Rós, 3.2.2010 kl. 09:38

9 identicon

Opnaðu augun kona. Þú hefur greinilega ekki kynnt þér nógu vel hvað múslima trú stendur fyrir. Prófaðu að kynna þér þetta betur, það er hreinlega yfirlýst stefna hjá þeim að taka yfir evrópu og koma á sharia lögum og neyða alla til að vera múslimar.

 Múslimar i frakklendi sem dæmi eignast 8 börn á par að meðaltali. Meðan frakkar eignast 2.1 barn á par. Hver heldur þú að muni ráða eftri 50ár?

 Múslimar bera ekki virðingu fyrir okkur því ættum við að bera virðingu fyrir þeim?

Óli (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 10:03

10 identicon

Þú segir "Ég neita að trúa því að illska liggi að baki rúarbrögðum sem milljónir manna finna styrk og í, þó að sumir (takið eftir - sumir!) noti hana til að stjórna öðrum."

Hmm, eru morð, nauðganir, pyntingar, þrælasala, barnaníð ekki illska? Þetta voru verkfærin sem sendiboðinn Múhammmeð beitti til að ná völdum. Heimsvaldastefnu hans var síðar breytt í trúarbrögð með þeim afleiðingum sem við þekkjum. Nei það er rétt, í augum klerka múslima er þetta ekki illska heldur allt gert með velþóknun Allah. Sennilega er það þetta sem Frakkar vilja ekki láta stjórnast af. Áttaðu þig líka á því, Sólveig, að hryðjuverkamenn múslima finna mikinn styrk í þessari trú, morð þeirra eru jafn guðleg og morð Múhammeðs!

Annars er gott að þú tjáir þig um þetta málefni, en endilega reyndu að lesa þér betur til.

Brynjar (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 10:09

11 identicon

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/02/02/tolf_ara_stulka_haettir_vid_skilnad/?ref=fpmestlesid

 

Óli (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 10:39

12 Smámynd: Sólveig Rós

Enn og aftur þarf ég að endurtaka mig. Margir hérna blanda saman öfgafullum múslimum og svo múslimum. Það er þarna munur á. Aldrei varði ég gjörðir öfgafullra múslima ekki frekar en ég mun verja gjörðir neinna annarra sem troða á réttindum annarra. Ég styð fullkomlega rétt þeirra sem virða réttindi annarra til að fylgja sinni sannfæringu og að lifa sínu lífi á þann hátt að við virðum réttindi þeirra - annað væri jú ósanngjarnt og óréttlátt. 

Það eru ekki trúarbrögðin sjálf sem eru ill, heldur hvernig er hægt að nota þau. Það sama má algjörlega segja um kristni. Hafið þið ekki heyrt um trúarbragðastríðin í Evrópu? Krossfarirnar, til dæmis? Hræðilegir hlutir hafa verið gerðrir í nafni kristni - er það kristninni sjálfri að kenna? Eða hvernig einstaklingar túlkuðu hana og ákváðu að nota hana sem réttlætingu á gjörðum sínum? 

Það sem skiptir máli er sambland trúarbragða og menningu. Sumstaðar er illa brotið á mannréttindum, það er rétt. En það er líka til fullt - já, ég endurtek, fullt! - af múslimum og múslimasvæðum þar sem fólk stundar það ekki að giftast 10 ára stelpum, og hafa það að stefnu að taka yfir jörðina. Heldur er það ákveðinn hópur - en það vill víst svo til að mínir ágætu lesendur hafa fallið fyrir þeim mistökum að alhæfa.  Þeir sem segja að 1.3-1.5 milljarðar manns hljóti að hugsa eins og haga sér eins  geta varla hafa kynnt sér málið vel. Ég átta mig ágætlega á því. Svo finnst mér skondið að sjá þær athugasemdir sem segja mér að kynna mér málið betur -  ég sé ekki betur en það sé einmitt það sem lesendur mínir þurfa að gera :)

Sólveig Rós, 3.2.2010 kl. 16:11

13 identicon

Það er því miður enginn munur á "öfgafullum múslimum" og "múslimum", allir hafa þá stefnu að eyða öðrum trúarbrögðum án undantekninga! Ef ekki með góðu þá með illi = sprengju og dauða. Þú Sólveig Rós mindir líklega ekki segja mikið eftir að vera sprengd í loft upp af þessum "öfgahópi" eða húðstríkt og grýtt til dauða eftir að hafa orðið fyrir því að vera nauðað af múslima, semsagt þín væri sökin ekki hans eða gerandans.

jongi (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 08:15

14 identicon

http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/02/05/16_ara_stulka_grafin_lifandi/?ref=fpmestlesid

annað dæmi um hegðun múslima. Segðu  svo að þetta séu fordómar

Óli (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband