ekki eru allir múslimar eitt

Fólk á oft erfitt með að skilja að allir múslimar eru ekki einn hópur. Meira en milljarður jarðarbúa eru múslimar, og koma frá eins mismunandi stöðum og Marokkó, Egyptalandi, Sýrlandi, Íran, Pakistan, Malasíu... sem og Bosníu, Tyrklandi, Kazakstan, etc etc etc. Að halda því fram að þó einhver sé múslimi þá hljóti sá hinn sami að vera róttækur múslimi, og þ.a.l. hryðjuverkamaður, er allt of algengt.

Það er eins og að segja að um leið og talað er um einhvern úr hinum vestræna heimi, t.d. einhverja stelpu frá Noregi, þá væri strax farið að tala um Bush og stríðið í Írak. Það fyndist okkur fáránlegt, þar sem við gerum okkur grein fyrir að Noregur er ekki Bandaríkin þó bæði séu að nafninu til kristin samfélög. Reynum að nota sömu hugsun um hinn ~~múslimska~~ heim. (Svo mæli ég með að fólk gúgli orientalism.) 


mbl.is Hizbollah í dulargervi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hún er algjör bomba...ætli hún sé hættuleg?

Óskar Arnórsson, 22.5.2010 kl. 19:48

2 identicon

Margir amerískir predikarar boða sama haturáróðurinn og hissbboolla

Snorri Gylfason (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 00:51

3 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Nákvæmlega, allir öfgar eru slæmir og fólk ætti að forðast að alhæfa um fólk úr öðrum menningarheimum.  Ég tek fyllilega undir með Sólveigu.

Garðar Valur Hallfreðsson, 24.5.2010 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband