15.7.2010 | 07:50
hvaða rugl er þetta?
Þessi ummæli sem hér er vitnað í eru vægast sagt undarleg og hægt er að gagnrýna þau heilmikið, en ég get ekki tekið hattinn ofan af fyrir þessari mjög svo skrítnu endursögn mbl.is. Það eina sem kemur fram hér er að umboðsmaður Ballacks hafi sagt að það séu hommar í þýska landsliðinu, og þess vegna hafi það ekki staðið sig eins vel og það hefði (líklega?) annars getað. Það sem greinin í Guardian tekur fram er að þýska landsliðið hafi ekki spilað jafn kröftuglega og hann hefði kannski viljað, sem hann tengir við karlmennsku, sem hommar greinilega búa ekki yfir, ef á að hlusta á þennan umboðsmann. Ætli þér séu ekki of kvenlegir.
Það er að sjálfsögðu algjört rugl, en mbl.is gerir ekki betur og í staðinn endursegir hluta af þessari grein en skilur útundan fótboltastílinn sem er verið að tala um. Ég ætla rétt að vona að höfundur mbl.is greinarinnar reikni ekki með að fólk tengi ósjálfrátt á milli þess að það sé samkynhneigt fólk í fótboltaliði og þess að það spili meira "lighter and elegant" eins og stendur í greininni. Þessar úreltu staðalímyndir mega alveg eiga sig, takk fyrir.
Svo er það fyrirsögnin. "Kynhneigðin að falli?" Er átt hér við allar kynhneigðir? Gagnkynhneigð? Eða bara samkynhneigð? Er það eina kynhneigðin sem þarf að minnast eitthvað á, þar sem það er hægt að reikna með að allir séu gagnkynhneigðir þangað til annað kemur fram? Það er semsagt normið, það þarf bara að taka fram 'kynhneigð' þegar hún er eitthvað öðruvísi? Þegar ég las þessa fyrirsögn hélt ég fyrst að of mikið kynlíf hefði orðið einhverjum að falli, ekki með "hvoru liðinu þeir spila."
Vona að mbl standi sig betur í framtíðinni... frekar en svona froðufréttir.
Kynhneigðin að falli? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2010 | 16:56
ekki eru allir múslimar eitt
Fólk á oft erfitt með að skilja að allir múslimar eru ekki einn hópur. Meira en milljarður jarðarbúa eru múslimar, og koma frá eins mismunandi stöðum og Marokkó, Egyptalandi, Sýrlandi, Íran, Pakistan, Malasíu... sem og Bosníu, Tyrklandi, Kazakstan, etc etc etc. Að halda því fram að þó einhver sé múslimi þá hljóti sá hinn sami að vera róttækur múslimi, og þ.a.l. hryðjuverkamaður, er allt of algengt.
Það er eins og að segja að um leið og talað er um einhvern úr hinum vestræna heimi, t.d. einhverja stelpu frá Noregi, þá væri strax farið að tala um Bush og stríðið í Írak. Það fyndist okkur fáránlegt, þar sem við gerum okkur grein fyrir að Noregur er ekki Bandaríkin þó bæði séu að nafninu til kristin samfélög. Reynum að nota sömu hugsun um hinn ~~múslimska~~ heim. (Svo mæli ég með að fólk gúgli orientalism.)
Hizbollah í dulargervi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.5.2010 | 20:56
hennar ákvörðun
Með fimm ára son sinn á brjósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2010 | 06:46
Bikram yoga
er ein frægasta tegundin af heitu yoga, og hef ég stundað það í nokkur ár. Þó Bikram serían sé ekki nema nokkurra áratuga gömul er yoga að sjálfsögðu margra árþúsunda gamalt, og í Indlandi er oft heitt svo heitt yoga er varla nýtt af nálinni.
Mæli ég eindregið með heitu yoga (þó að sjálfsögðu fari gæði hvers tíma eftir kennaranum), það tekur smá tíma að venjast hitanum en þetta er pottþétt uppáhalds líkamsræktaraðferðin mín. Fyrir utan að vöðvar styrkist (ég hef aldrei verið með jafn mikla maga- og bakvöðva, lærvövða, og svo má lengi telja) og liðamót verði liðugri (mér tókst í fyrsta skipti að snerta á mér tærnar!!) er þetta þrælgott fyrir húðina!
Teygja og sveigja í 37 gráða hita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2010 | 21:36
móðursýki
Er þetta orð í alvörunni notað enn? Hvernig eru mæður sjúkar? Eða er fólk sjúkt í mæður?
Eins og enska orðið "hysteria" sem kemur úr gríska orðinu fyrir leg. Legið var talið orsök "brjálæði" kvenna, s.s. því að þær voru öðruvísi en karlmenn (sem eru að sjálfsögðu toppur fullkomnunarinnar og hið "eðlilega").
Ég hefði haldið að í jafnréttissamfélagi myndi fólk skoða hvaða orð þau nota og hvaða sögu ákveðin hugtök hafa.
Mika segist móðursjúkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2010 | 07:23
Frakkar á villigötum
Synjað um borgararétt í Frakklandi vegna hjúpslæðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2010 | 21:44
no2010.com
Vil hvetja fólk til að kynna sér hvernig er staðið að vetrarólympíuleikunum í Vancouver, t.d. með því að skoða þessar greinar og heimasíður:
http://www.guardian.co.uk/commentisfree/cifamerica/2010/jan/31/vancouver-winter-olympics-police
Vil taka það fram að þetta eru ekki mótmæli við Ólympíuleikana sjálfa heldur hvernig hefur verið staðið að þeim í Vancouver.
Fimm Íslendingar keppa í Vancouver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2009 | 02:33
ástæða hjartastoppsins
Kraftaverk á jólum: móðir og barn lifnuðu við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2009 | 22:34
enda er flest kjöt í US ógeð...
Mikið rautt kjöt slæm áhrif á heilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2008 | 09:34
gúrkutíð?
Dorrit staldraði stutt við í veislu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)