Bikram yoga

er ein frægasta tegundin af heitu yoga, og hef ég stundað það í nokkur ár. Þó Bikram serían sé ekki nema nokkurra áratuga gömul er yoga að sjálfsögðu margra árþúsunda gamalt, og í Indlandi er oft heitt svo heitt yoga er varla nýtt af nálinni.

Mæli ég eindregið með heitu yoga (þó að sjálfsögðu fari gæði hvers tíma eftir kennaranum), það tekur smá tíma að venjast hitanum en þetta er pottþétt uppáhalds líkamsræktaraðferðin mín. Fyrir utan að vöðvar styrkist (ég hef aldrei verið með jafn mikla maga- og bakvöðva, lærvövða, og svo má lengi telja) og liðamót verði liðugri (mér tókst í fyrsta skipti að snerta á mér tærnar!!) er þetta þrælgott fyrir húðina! 


mbl.is Teygja og sveigja í 37 gráða hita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband