1.5.2010 | 20:56
hennar ákvörðun
fullt af fólki, sérstaklega þau sem fylgja svokölluðum attachment parenting uppeldisstíl, hafa börnin á brjósti þangað til þau eru tilbúin til að hætta. Stundum er það við 1 árs, 2 ára, 3... eða jafnvel eldra. Ég efast nú um að sjálf myndi ég hafa 5 ára barn á brjósti en ég sé í raun ekki af hverju það á að gagnrýna hana fyrir þetta, þetta virkar greinilega fyrir þau.
Með fimm ára son sinn á brjósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei, þetta er ekki hennar ákvörðun. Þetta er ákvörðun munnks frá Búrma, sem er að kynna mjólkurduft sem valkost fyrir mæður í Thailandi.
Vissirðu það ekki
Jói Baunagras (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 21:25
Hún mætti kannski hugsa um barnið líka, honum verður eflaust strítt mikið í skólanum út af þessu.
Óli (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 01:38
Það getur verið. Fólki er líka strítt í skólum fyrir að hafa freknur, vera rauðhært, hlusta á "vitlausa" tónlist, og svona mætti lengi telja. Samfélög breytast seint ef við pössum okkur á að vera öll "eins" til að verða ekki "strítt". Frekar að taka á stríðni og einelti heldur en að passa að það sé nú örugglega ekkert öðruvísi við einstaklinga.
Svo reikna ég fastlega með því að 5 ára gamalt barn sé ekki bara sett á brjóst - hann biður um það, og getur örugglega sagt hvenær hann vill og vill ekki.
Hitt kemur á móti að ef það er vaninn að hætta með börn á brjósti 6 mánaða þá er það mjög slæmt... börn ættu að vera á brjósti allavega til 1 árs, segir World Health Organisation, lengur er betra. Vonandi nær þessi kona að hafa áhrif á umræðuna þannig að fleiri konur séu tilbúnar að hafa börnin sín lengur á brjósti (þó það sé að sjálfsögðu mikill munur á 1 og 5 ára).
Sólveig Rós, 2.5.2010 kl. 01:43
Þetta er mjög einfalt, barnið á ekki að muna eftir að hafa verið á brjósti því það getur skapað alls kyns vandamál og togstreitu síðar á ævinni. Þegar barnið hefur svo fengið eitthvað af tönnum er náttúran að segja að þá sé barnið tilbúið að fá fastari fæðu.
helga (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 07:59
Heyr heyr Sólveig!
Ég er mikil áhugamanneskja um brjóstagjöf og attachment parenting og vakti því greinin á mbl athygli mína. Greinin er því miður undarlega sett fram og maður spyr sig hver tilgangurinn er með henni. Upprunalega greinin er miklu betri: http://www.dailymail.co.uk/femail/article-1270103/Im-doing-wrong-Mother-defends-decision-breastfeed-year-old-son-peoples-babies.html
Ég hef sjálf verið með börnin mín á brjósti lengur en gengur og gerist (a.m.k. í hinum vestræna heimi). Sannfæring mín byggist á eigin innsæi og upplýsingum sem ég hef aflað mér.
Það eina slæma við langa brjóstagjöf er gagnrýni ófróðra aðila.
Alla (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 08:18
Til Helgu.
Getur þú útskýrt betur af hverju þú segir að barnið eigi ekki að muna eftir því að hafa verið á brjósti? Hefur það e.t.v. eitthvað að gera með viðhorfin í samfélaginu til kvenna eða kvenmannsbrjósta? Eða klámvæðingarinnar? Eru þau viðhorf eðlileg??! Hvernig lýsir þessi togstreita sér síðar á ævinni sem þú minnist á?
Varðandi tanntöku, þá er það rétt að það er eitt af merkjum þess að barnið er tilbúið að fá fastari fæðu. En það þýðir ekki að barnið þurfi ekki móðurmjólkina áfram samhliða fastri fæðu. WHO mæli með móðurmjólkinni eingöngu fram að 6 mánaða aldri og þar á eftir samhliða annarri fæðu fram að tveggja ára aldri eða lengur.
Alla (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 08:42
Þessi rök með tennur, að séu þær komnar sé ekki þörf á brjóstagjöf, þessi rök eru skrítin.
Þarf að segja læðunum mínum frá þessu, þar sem kettlingarnir eru svo sannarlega með tennur, hef fundið það á eigin skinni, en eru þeir þó allir á spena.
Ingibjörg Þorvalds (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 09:57
Það er algjörlega hennar ákvörðun að hafa barn sitt á brjósti og ekkert að því. En það sem mér finnst rangt við þetta er að bjóða öðrum börnum sopa, það finnst mér ekki eðlilegt.
IngaRut (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 10:28
mer finnst ekki edlilegt ad horfa 5 ara krakki hanga fra brjosti mommu sinni,sorry
ks (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 12:49
ks, við því segi ég tvennt. Í fyrsta lagi þá kom fram í fréttinni að þau drekki ekki á almannafæri svo þú þarft ekki að horfa. Í öðru lagi þá er það sem okkur finnst "eðlilegt" mótað af því sem við höfum alist upp við. Í Bandaríkjunum t.d. finnst fullt af fólki ógeðslegt eða ósmekklegt að horfa á konur að gefa brjóst yfirhöfuð, og er menning fyrir því að segja fólki að fara inn á bað eða að fela sig undir teppi (hooter hider) þó þær séu að gefa ungabörnum. Þetta og margt fleira gerir konum mjöööög erfitt að gefa brjóst, og er stór meirihluti Bandarískra kvenna sem gefst upp eftir nokkra mánuði, sem er nátttúrulega alls ekki gott fyrir móður og barn.
Margt annað hefur verið talið "ekki eðlilegt" eins og t.d. tveir strákar að leiðast á almannafæri, ganga í pilsum svo stuttum að það sjáist í ökklann... svona hlutir breytast og eru frekar slæmur mælikvarði á hvað er gott og hvað er slæmt.
Í mörgum menningum um allan heim er vaninn að hafa börn á brjósti til 4 ára eða svo. Efast ég um að þau alist öll upp með einhverri "togstreitu." Hún myndi koma úr menningunni - ef fólki er sagt að það sé eitthvað skrítið að gera eitthvað, þá er aldrei að vita hvernig það myndi hafa áhrif á fólk. Mér finnst samt að við ættum að styðja hvert annað frekar en að endalaust vera að dæma og reyna að stjórna fólki svo það hagi sér örugglega "rétt"... það sem er "rétt" er nefnilega oft mjög skaðlegt (sjá mjög mörg dæmi úr okkar eigin menningu).
Sólveig Rós, 2.5.2010 kl. 16:18
Hver er samt tilgangurinn með að hafa krakka í 5 ára á brjósti. Þetta verður bara mömmustrákur og aumingi. Ekki myndi ég vilja að mamma mín hefði haft mig á brjósti til 5 ára aldurs.
"hann biður um það, og getur örugglega sagt hvenær hann vill og vill ekki."
hvað ef hann myndi biðja um viskí og sígarettur? Þetta er krakki og óviti, mamman á að hafa vit fyrir honum en getur það greinilega ekki.
Óli (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 19:34
Óli, það er nú einmitt þvert á móti þannig að börn sem eru lengur á brjósti og fá að venja sig af á eigin hraða, verði frekar sjálfstæðari og öruggari.
Lilja (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 23:17
Óli - ertu virkilega að bera saman brjóstamjólk og sígarettur? Þessu eru nú varla svaravert.
Attachment parenting og ýmsar aðrar aðferðir við barnauppeldi snúast um að mæta þörfum barnanna. Þegar börnin eru svo tilbúin til að prófa eitthvað nýtt eða hætta einhverju þá hlusta foreldrarnir á það. Þetta þýðir að börnunum finnast þau vera örugg og sjálfstæð - þeim er ekki hent út í aðstæður sem þau eru ekki tilbúin fyrir, og þau eru ekki látin gera hluti sem þau eru orðin of stór fyrir. Málið er bara að þessir hlutir eru mismunandi milli barna (sum eru mjög óörugg og vilja vera hjá foreldrum sínum á meðan þau eru lítil á meðan önnur hlaupa út um allt óhrædd) - þess vegna skiptir máli að hlusta á hvert barn fyrir sig. Þessar hugmyndir um að verða "mömmustrákur og aumingi" eru því miður útúrsnúningur á þessu.
hvað er svosem að því að vera mömmustrákur? Er eitthvað að mömmum?
Þakka góð komment, gott að sjá að ég er ekki ein á þessu!
Sólveig Rós, 3.5.2010 kl. 00:38
Hvað með næringagildið, ég heyrði án þess að selja það dýrara en ég keypti það að næringargildi hennar minkaði eftir því sem liði á brjóstagjöf. Ég er sjálf ekki hlynnt brjóstagjöf til barna sem geta lagt á borð sjálf og náð sér í eitthvað að drekka úr ísskápnum og set stórt spurningarmerki við svona atferli. Það eru fleiri þættir sem spila inn í heldur en bara það að þau njóti þess bæði í augnablikinu... Það getur alveg hugsast að barnið eigi eftir að fara í gegn um einhverja sálræna dilemma.. kannski særir þetta blygðunarkennd þess seinna meir.. Einhverstaðar liggja mörk en mér finnst þetta vera dálítið á línunni.
Anna (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.