15.7.2010 | 07:50
hvaða rugl er þetta?
Þessi ummæli sem hér er vitnað í eru vægast sagt undarleg og hægt er að gagnrýna þau heilmikið, en ég get ekki tekið hattinn ofan af fyrir þessari mjög svo skrítnu endursögn mbl.is. Það eina sem kemur fram hér er að umboðsmaður Ballacks hafi sagt að það séu hommar í þýska landsliðinu, og þess vegna hafi það ekki staðið sig eins vel og það hefði (líklega?) annars getað. Það sem greinin í Guardian tekur fram er að þýska landsliðið hafi ekki spilað jafn kröftuglega og hann hefði kannski viljað, sem hann tengir við karlmennsku, sem hommar greinilega búa ekki yfir, ef á að hlusta á þennan umboðsmann. Ætli þér séu ekki of kvenlegir.
Það er að sjálfsögðu algjört rugl, en mbl.is gerir ekki betur og í staðinn endursegir hluta af þessari grein en skilur útundan fótboltastílinn sem er verið að tala um. Ég ætla rétt að vona að höfundur mbl.is greinarinnar reikni ekki með að fólk tengi ósjálfrátt á milli þess að það sé samkynhneigt fólk í fótboltaliði og þess að það spili meira "lighter and elegant" eins og stendur í greininni. Þessar úreltu staðalímyndir mega alveg eiga sig, takk fyrir.
Svo er það fyrirsögnin. "Kynhneigðin að falli?" Er átt hér við allar kynhneigðir? Gagnkynhneigð? Eða bara samkynhneigð? Er það eina kynhneigðin sem þarf að minnast eitthvað á, þar sem það er hægt að reikna með að allir séu gagnkynhneigðir þangað til annað kemur fram? Það er semsagt normið, það þarf bara að taka fram 'kynhneigð' þegar hún er eitthvað öðruvísi? Þegar ég las þessa fyrirsögn hélt ég fyrst að of mikið kynlíf hefði orðið einhverjum að falli, ekki með "hvoru liðinu þeir spila."
Vona að mbl standi sig betur í framtíðinni... frekar en svona froðufréttir.
Kynhneigðin að falli? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Kynhneigðin að falli?" ætti að skiljast sem spurning um hvort kynhneigð einhverra (þeirra sem er verið að tala um í fréttinni) hafi orðið þeim að falli. Þetta er ekkert rosalega flókið og óþarfi að eyðileggja annars fínan póst með svona bulli.
Halldór Rúnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 10:27
Hvað áttu við með "froðufrétt"? Lestu fréttina í blaðinu sjálfu (s. 15). Það þegir ekkert um "nýjan, þokkafullan og léttleikandi stíl liðsins" sem væri einkum þakkaður þjálfaranum Löw, en "væri [að sögn Beckers] afleiðing þess að margir leikmenn væru samkynhneigðir. Á liðnum árum hefði liðið leikið af mun meiri hörku. Sagðist Becker álíta að liðið léki ekki nógu fast til að komast í úrslit." Og Becker var ekki eina heimild fréttamannsins um meinta samkynhneigð ýmissa leikmanna, það sérðu líka í frétt blaðsins.
Jón Valur Jensson, 15.7.2010 kl. 10:39
Hvaða fall? Þýska landsliðið stóð sig gríðarlega vel á mótinu. Ef menn ætla að tala um samkynhneigð í þessu sambandi þá ætti það að vera til að upphefja hana. Ef árangur Þýska liðsins tengist samkynhneigð á einhvern hátt er ljóst að stjórar fleiri knattspyrnuliða þurfa að fara að leita að samkynhneigðum knattspyrnumönnum. Það ætti að vera sérlega auðvelt í löndum þar sem kaþólsk trú er almenn.
Matthías Ásgeirsson, 15.7.2010 kl. 11:17
Ég ætla ekki að standa hér í stælum um þetta mál, en vísa til nánari upplýsinga og umfjöllunar á vefsíðu minni.
Jón Valur Jensson, 15.7.2010 kl. 11:36
Menn verða nú að lesa þessa frétt eins og hún er skrifuð. Þetta er allt haft eftir einum manni. Annars skil ég ekki hvað er verið að býsnast yfir þessu. Hafi kynheigð einhverra verið þeim að falli í HM (að áliti þessa manns) þá þarf það ekkert að vera endilega af því að það sé eitthvað betra eða verra að vera svona eða hinsegin. Stíll þeirra í þessu tilfelli hentaði kannski ekki HM en svo hafa þeir aðra kosti sem aðrir hafa kannski ekki. Stundum verður það Peter Crouch að falli að vera sona stór en stundum er það kostur. Að sama skapi verður það Tevez stundum að falli að vera sona lágvaxinn en stundum er það kostur. Fólk verður að geta rætt um þessa hluti á hlutlægan hátt og spara úthrópanir og vandlætingu. Að endingu þá fannst mér Þýska liðið spila amk jafn góðan bolta og Spánverjar en á endanum varð það reynsluleysi þeirra og stress, sem skein úr augum þeirra og Spánverjar fundu lykt af, sem varð þeim að falli.
Ólafur Gíslason, 15.7.2010 kl. 12:37
JVJ hefur alveg ýlfrandi áhuga á samkynhneigðum.
Klassískt skápatilfelli væntanlega
Barði (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 13:16
Er Barði barði 'ann Varða,
brotnuðu tennur sex.
Hvort Barða varðaði' um Varða,
vita menn lítt, en pex
er yndi og unun Barða,
sem aftur ræðst því á Varða.
Jón Valur Jensson, 15.7.2010 kl. 13:46
Gaman að heyra að samkynhnegðir kunni að spila fótbolta :) Þýska landsliðið hefur verið ótrúlegt seinustu 10 ár og hafa verið í topp 4 af seinustu 5 Heimsmeistaramótum.
Þannig þetta er bara til að upphefja blessuðu hommana.
Sammála Barði....
CrazyGuy (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 13:49
Í viðskiptum eru viðsjálir menn,
og vont er að eiga við lagasnáp.
Níðhöggvar þess líka neyta enn
nafnlaust að ýlfra úr sínum skáp.
Jón Valur Jensson, 15.7.2010 kl. 14:10
Ég las thessa grein í derspiegel fyrir nokkrum dögum. Eins og ég skildi thessar tilvitnanir í umbodsmanninn var hann ad meina "hommi/hommar" meira í almennum nidrandi stíl eins og "kelling/kellingar" (Schwul er eitt mest notada skammarordid í thýsku).
Semsagt hann var ad tala um skort á hörku og/eda karlmennsku. Sem gerir thetta alltsaman ekkert betra, thessi gaur er algjör throssi ;)
Özil (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 14:15
Þú varst búinn að lofa að "standa ekki í stælum" hérna frú JVJ
Barði (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 14:26
Jææææææææja.
Halldór - skemmi ég frétt með því að blogga um hana? Vá, ekki vissi ég að ég væri svona merkileg.
Jón Valur - ég er ekki að tala um fréttina í morgunblaðinu, heldur þessa hérna á mbl.is. Eins og ég tók fram.
Özil - takk fyrir upplýsingarnar. Mig grunaði að eitthvað svona væri í gangi.
Barði - það mætti halda að þú værir að reyna að móðga Jón Val með því að kalla hann kvenkyns! Þar sem karlar og konur eru jú jöfn þá fellur þetta um sjálft sig, er það ekki? Annars get ég ekki mælt með því að þú notir kvenkyn sem móðgun á bloggi kvenkyns manneskju. Þá er jú eins og þú sért að segja að ég sé minna virði fyrir að vera kvenkyns, og líkar mér ekki vel við það.
Fréttin hérna er jú að einhver gaur er með hómófóbísk ummæli. Mér er nákvæmlega sama hvort einhverjir leikendur í þýska landsliðinu sofi hjá körlum, konum eða bæði, eða hvort að þeirra "létti og leikandi" stíll hafi hjálpað þeim eða hindrað, enda veit ég voðalega lítið um fótbolta. Það sem mér finnst vandamálið hérna er að þessi "létti og leikandi" stíll er tengdur við samkynhneigð. Það tengist úreltum staðalímyndum, hómófóbíu og kvenfyrirlitningu sem má alveg hverfa inn í fortíðina fyrir mér.
Sólveig Rós, 15.7.2010 kl. 19:38
Engin dulin vanvirðing við æðra kynið í frúartitlinum
Ég var bara að halda áfram með hommadjókið.
Ef þú þekkir ekki kauða þá þræðir hann internetið í leit að umræðum um samkynhneigð og fóstureyðingar til að ausa fordómum sínum yfir alla viðstadda.
Einnig þykir honum mjög miður hvernig miðar í jafnréttisbaráttu kynjanna þessi misserin eins og sjá má í færsluflokknum "konur og kvennabarátta" á blogginu hans.
Barði (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 23:03
Jón Valur: þú ert duglegur að drulla yfir aðra, en þolir illa að komið sé við kaunin hjá þér. Ósmekklegt, verð ég að segja. Og hvað varðar muninn á prent-útgáfunni af Morgunblaðinu og vef-útgáfunni af MBL, þá er það sitthvor hluturinn. Sumt fólk kýs að lesa ekki prentútgáfuna af hreinni tillitsemi við umhverfið. Sá skríbent sem ætlar fólki heimsku fyrir að gera athugasemd við vefmiðilinn einan án þess að „kynna sér samsvarandi grein í prentmiðlinum“ ætti að eyða smá tíma í að skoða naflann á sér. Þarft verk á mörgum bænum.
Og það að svara í bundnu máli - það lætur þig bara líta heimskulega út. Sama hversu misgóðum vísum þér þér tekst að moða saman.
En svo vikið sé aftur að fréttinni, já framsetning MBL er vond. Verra er þó hitt að ætla hommum að vera eitthvað meiri lyppur en þeim gagnkynhneigðu. Ég þekki einstaklinga úr báðum herbúðum sem myndu falla undir hvort liðið sem er. Dívur í báðum liðum og „hardballs“ líka.
Ég held að dívurnar úr Birdcage væru ekkert að seilast í framvarðliðið í fótbolta... Eða hvað?
En hina finnur maður hvar sem er - sama hver hneigð þeirra er.
Enda held ég að það fari ekki mikið um það að þeir séu að senda boltann á milli sín með typpinu - er það nokkuð?
Þannig að mín tilgáta er sú að algerlega óháð kynhneigð, og algerlega óháð því að mér persónulega finnst fótbolti alveg óendanlega heimskuleg íþrótt, þá hlýt ég að álykta að þýska liðið sé býsna gott að hafa lent í þriðja sæti. Það er jafn vel og síðast, einu sæti lakar en þar áður. Reyndar er það þannig að fyrir og eftir sameiningu Þýskalands hafa þeir verið í fyrsta til þriðja sæti ellefu sinnum frá 1930. 11 af 19 HM keppnum. Og í fyrsta sæti hafa þeir aðeins verið 1954, 1974 og 1990. Þannig að þetta hommatal er bara bölvað væl.
Þór Sigurðsson, 16.7.2010 kl. 00:31
Ég get nú reyndar alveg skiið að hann sjái það sem veikleikamerki ef liðið er fullt af hommum því ég sé ekki fyrir mér sem hörku lið sem brýst áfram á vellinum..........11 homma sem hlaupa um völlinn dillandi sér í mjöðmunum með blautt Naglalakk á fingrunum skrækjandi á hvern annann"guð hvað þú ert sætur þegar þú hleypur svona sexý um völlinn "
Riddarinn , 16.7.2010 kl. 08:40
Riddarinn - á þetta að reyna að vera fyndið? Ertu hálfviti? Vinsamlegast taktu svona ógeðslega fordóma af mínu bloggi og haltu þig heima hjá þér. Ég endurtek: þetta er EKKI fyndið.
Svipað á við Barða. Það getur verið að þú ætlir þér ekki að móðga kvenkynið en þessir "hommabrandarar" eru ekkert skárri. Bara að hommabrandarar séu til (og sérstaklega að þú segir þá) gefur til kynna að það sé eitthvað "skrítið" að vera samkynhneigður. Þakka þér kærlega fyrir að segja mér að kynhneigð mín sé brandari. Mér líður miklu betur núna. Ég legg til að þú skoðir aðeins betur hvað þú hugsar áður en þú skrifar. En takk fyrir upplýsingarnar um JV. Ekki ætla ég að eyða mikilli orku í hann.
Þór: Takk fyrir kommentið. Ég veit mjög lítið um fótbolta en já, ég hefði einmitt haldið að þýska liðið hefði staðið sig frekar vel. Annars er ég ekki sátt við það að "dívur" geti ekki verið góðar í fótbolta. Það er til alls konar fólk í þessum heimi með mismunandi áhugasvið og hæfileika, og þó að sumir falli nær svokölluðum "kvenleika" frekar en dæmigerðri karlmennsku þá þýðir það ekki að það gildi um öll svið í þeirra lífi.
Sólveig Rós, 16.7.2010 kl. 19:19
va shit, hver er med fordoma og stæla spyr eg nu bara ?
mekkalas (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 19:19
Sólveig Rós, þú þakkar "Barða" (ef hann þá heitir það) fyrir "upplýsingarnar um" mig, en þær eru ekki upplýsingar um mig, heldur hans eigin áunnu fordómar – já, gegn ófæddum börnum og gegn því fjölskyldumynztri, sem þjóðir heims hafa talið skynsamlegast að hafa í heiðri, – að ógleymdum fordómum þessa hálf-nafnlausa manns gagnvart mér, sem hann þykist ekki aðeins geta talað niður til, heldur viðrað sín meiðyrði um (15. þ.m. kl. 13:16) í þínu boði, sem og í öðrum háðsglósum (15.7. kl. 14:26) sem þú kannt sjálf ekki að meta.
Taktu ekki mark á svona manni, sem þú veizt engin deili á, Sólveig Rós!
Jón Valur Jensson, 18.7.2010 kl. 01:27
Tja........... maður spyr hver er með fordóma þegar manneskja eins og Sólveig er að úthúða fólki sem er að skrifa svo lista vel frá hjartanu og af heilum hug að segja létt spaug um homma sem eiga auðvitað að njóta sama jafnréttis eins og aðrir sem eru gagnkynhneigðir hvort sem það er í gríni eða alvöru.
Eru gagnkynhneigðir virkilega þeir einu sem má tala um í léttum tóni en homma lespíur bændur bifvélavirkjar eða aðra stéttir flokka eða kynþætti má sem sagt ekki spauga með eða tala í léttum tóni um,hvað er svona öðruvísi við að grínast með Homma eða Samkynhneigða eins og þú krefst líklega að ég kalli þá?
Og annað Sólveig!!! ég get lofað þér að ég er ekki fordómafullur en ég tel að þú hafir fordóma gegn þeim sem hafa ekki sama álit og þú og tala ekki allt í Halelúja tóni um samkynhneigð heldur leyfa sér að sjá spauguilegar hliðar á því sem þú hefur ekki húmor fyrir.
Start to get a Life Sólveig og taktu þig ekki svona skelfilega hátíðlega.
Og varðandi að ég sé ekki fyndinn í þessum ummælum, það er einfaldlega þannig að húmor er mismunandi og þó að þú sért húmorslaus og gerilsneidd öllu sem heitir að hafa gaman af lífinu þá er sem betur fer mikill minnihlutahópur sem er svona húmorslaus og leiðinlegur dags daglega en fullt af fólki sem hefur gaman af svona, veit það vegna þess að margir sem ég þekki hafa hlegið að þessu núna, og skellihlegið að þessari viðkvæmni í þessari kellingu sem rappar yfir alla sem ekki hafa sama álit eða humor á hinu og þessu.
Jesus.......hlýtur að vera unhappy og líklega ekki mikill húmoristi dags daglega og varla brosmild heldur miðað við commentin frá þér......kannski á því mánaðarlega ???????????
Riddarinn , 18.7.2010 kl. 23:26
Dæs,
Við erum að tala um mann sem trúir því að samkynhneigð sé synd. Hefur haldið því fram að lesbíur séu sérstakir smitberar og eins ég sagði þræðir internetið í leit að svona þráðum til að dæma lifendur og dauða.
Þú virðist reyndar vera sérstaklega hörundsár - kannski bara alveg ofboðslega PC en ég vona að þú takir upp hanskann fyrir Íra, ljóskur, trúaða, svertingja, feita, eldri borgara og hvíta kalla þegar einhver talar um þá í hálfkæringi.
Annars þarftu að setja VG disclaimer á þessa síðu.
Barði (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 10:19
Upptekinn, leiðrétti rangfærslur seinna.
Jón Valur Jensson, 19.7.2010 kl. 15:03
Ég las greinilega ekki nógu vel það sem þú skrifaðir í síðustu athugasemd ágæti síðuhöldur.
Persónulega er ég ósammála því að það sé endilega einhver sérstök yfirlýsing fólgin í því að hafa kynhneigð JVJ að spotti.
Segi "endilega" útaf því að þetta getur að sjálfsögðu skilist eins og mér þyki minna til samkynhneigðra koma en gagnkynhneigðra. Sú er ekki raunin og biðst ég afsökunar á því ef ég hef sært þig með þessum skotum á JVJ.
ps. mátt eyða út færslunni minni frá 10:19 - hef greinilega verið nokkuð nývaknaður þegar ég skrifaði hana.
Barði (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 19:16
Ég sagist leiðrétta rangfærslur seinna. Barði kallaði mig "mann sem trúir því að samkynhneigð sé synd". – Hvaðan hefur Barði þetta? Ég hef margtekið fram, að það sé ekki sjálf undirliggjandi grunnhneigðin, sem Páll postuli og Biblían tali um sem synd, heldur athafnir, kynmök samkynja fólks.
"Hefur haldið því fram að lesbíur séu sérstakir smitberar" – þetta eru ekki nákvæmlega mín orð; ég kýs að orða nokkuð skylda fullyrðingu öðruvísi.
"...og eins ég sagði þræðir internetið í leit að svona þráðum til að dæma lifendur og dauða." – Þvílík þvæla! Ég myndi miklu fremur vilja hjálpa samkynhneigðum en að reyna slíkt. Og þeim, sem syndgað hafa, er mögulegt að hreinsast og helgast (sjá I. Korintubréf 6.11).
Enginn mun dæma lifendur og dauða annar en Kristur.
Ég dæmi engan, en mér eins og öðrum kristnum mönnum er ætlað að nota dómgreind okkar og skynsemi og samsinna boðun Krists og postula hans.
Jón Valur Jensson, 19.7.2010 kl. 23:54
mekkalas - ja, nú veit ég ekki. Kannski fólk sem hugsar í staðaltýpum og finnst að allir eigi að haga sér á mismunandi hátt eftir því í hvaða "box" það er sett í af öðrum?
JV - ég tek enga ábyrgð á því sem Barði segir, enda talar hann fyrir sjálfan sig. Þú segist vilja hjálpa samkynhneigðum. Þá reikna ég væntanlega með að þú viljir taka þátt í baráttu okkar fyrir mannréttindum og virðingu, eins og okkur ber að sjálf sögðu vegna þess að við erum manneskjur rétt eins og allir aðrir. Þakka þér kærlega fyrir það! Alltaf gott að fá stuðning.
Riddarinn - þú segist vera ekki fordómafullur en samt eru einu hommarnir sem eru til fyrir þér þeir sem hlaupa um með naglalakk og skrækja? Og svo eru það "for"dómar þegar ég bið þig um að hafa ekki svoleiðis á mínu bloggi? nei, það eru sko ekki fordómar. Það eru bara dómar. Þú ert búinn að segja ömurlega hluti og ég dæmi það svo sannarlega. Annars verð ég eiginelga að þakka þér fyrir... þetta komment þitt fékk mig til að skellihlæja, enda tókst þér að hitta á nánast allar klisjur sem til eru þegar fólk sem veit ekki um hvað það er að tala er að reyna að tala um fordóma og óréttlæti gagnvart minnihlutahópum. (Svona er ég víst húmorslaus.)
Barði - takk fyrir útskýringuna, henni er vel tekið. En svo ég haldi áfram að vera svona rosalega "PC" þá get ég ekki verið sammála öllu sem þú skrifar. Ef það er að vera of hörundssár að finnast óréttlæti ekki fyndið, og að neita því að "svona séu hlutirnir bara" og ég eigi bara að taka því, þá getur það vel verið. Ég hef ekki þá þörf að segja bara það sem annað fólk vill heyra svo ég verði nógu "þægileg". Hitt á móti er að ég vil sjá réttlæti og jöfnuð og frelsi fyrir alla, og á sérstaklega þá sem eru í minnihlutahópum. Litað fólk, samkynhneigða, konur - að sjálfsögðu, en þér getur ekki verið alvara með því að segja að það þurfi að standa upp fyrir hvítt fólk. Horfðu á hvaða hópar samfélagsins eru taldir venjulegir og eðlilegir, og hvaða hópar eru öðruvísi og minna virði.
Sólveig Rós, 20.7.2010 kl. 00:37
Svar til Sólveigar.
Ég ætti nú ekki annað eftir en að vera fordómafullur varðandi Homma þegar bróðir kærustunnar minnar er hommi og ágætis vinur og ætli mér yrði lengi stætt í fjölskylduveislum ef ég þætti fordómafullur varðandi homma en þetta sama fólk getur svo sannarlega skellihlegið af góðum hommabröndurum ásamt öðrum bröndurum þar sem gagnkynhneigt fólk er líka í bröndurunum því það er ekki eins upptrekt af því að ásaka aðra um fordóma og ekki neinir frekjuhundar sem ætlast til að aðrir hafi sömu skoðun eða húmor og þeir sjálfir.
En mér þótti sannarlega ánægjulegt að þú hafir skellihlegið af færslunni minni og það gæti jafnvel bent til þess að það leynist þarna á bakvið hjá þér smá húmor sem mætti magna upp með réttum æfingum og breittu hugarfari og þá gætir þú endað á því að komast það hátt í húmor að þú færir að hlæja af hinum og þessum tegundum af athugasemdum og svo kæmi aðal framförin þegar þú myndir skelli hlægja af fyrsta Hommabrandaranum án þess að hafa fordóma fyrir þeim húmor og taka því af jafnaðargeði og óskapa gleði án þess að væla og skæla alltaf alltaf eins og ofdekruð Prinsessa og hrópa að aðrir séu með "fordóma"
Ég þekki fólk sem er samkynhneigt og getur samt haft Húmor fyrir bröndurum um hommar eða lesbíur og Þegar þannig brandara ber upp þá er líka hlegið að þeim eins og hinum bröndurunum.
þetta er fólk sem tekur sig greinilega ekki jafn hátíðlega og þú tekur þig sjálfa og ekki svona upptrekt, þessu fólki líður bara vel og er ánægt með sitt og ánægt með lífið.
þetta fólk er bara eins og flest annað fólk, það tuðar ekki endalaust yfir hlutum sem engu máli skiptir eins og mér þykir þú óneitanlega gera varðandi þessi málefni.
Slakaðu bara á og njóttu lífsins, hoppaðu ekki hæð þína í hvert sinn sem einhver tjáir sig á annan veg en þú um hin og þessi mál,svo miklu skemmtilegra líf að röfla ekki svona endalaust.
Skelltu þér í sólbað og reyndu að brosa framan í lífið,þá brosir lífið framan í þig.
Riddarinn , 21.7.2010 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.