"Ég er ekki hryðjuverkamaður"

Ég get ekki sagt hversu rétt eða rangt Gordon Brown og Alistair Darling höfðu fyrir þegar þeir frystu eignir íslenskra banka í Englandi. Það mesta sem ég get séð er að flestir hafi klúðrað einhverju en þó er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá. En það sem ég er komin með alveg upp í kok með er þetta hryðjuverkarugl.

Já, það er rétt að bresku lögin sem voru notuð til að fyrsta eignir bankanna voru hluti af anti-terrorism lagabálki, en aldrei kallaði neinn Íslendinga hryðjuverkamenn.

Auðvitað skil ég að það er auðvelt að mótmæla þessu, að það er gott að hafa blóraböggul, og það er gaman að dragast inn í þessa múgsefjun að hóta bretum öllu illu eða mótmæla þessu hryðjuverkamannanefni. En kommon.

Að setja myndir inn á heimasíðu af venjulegu íslensku fólki og segja að það líti ekki út eins og hryðjuverkamaður? Er bara helber rasismi. Því hvernig lítur hryðjuverkamaður út? Arabi? Með dökkt skinn? Veifandi kóraninum og hrópandi Allah?

Málið er það enginn lítur út eins og hryðjuverkamaður. Hryðjuverkamaður (eða kona) er sá sem framkvæmir hryðjuverk. Og núna veit ég að fólk mun taka andann á lofti, en Íslendingar gætu alveg framkvæmt hryðjuverk. Ég vona ekki, vonandi mun enginn nokkurn tímann aftur gera neitt svo hræðilegt, og það er alveg rétt að á mörgum stöðum í heiminum líta hryðjuverk út fyrir að vera mun vænlegri kostur til að ná einhverju fram heldur en á t.d. stöðum eins og Íslandi, en það breytir því ekki að þetta mál er nálgast á alveg fáránlegum forsendum.

Ég er mjög hrifin af mótmælum. Endilega mótmælið hvernig er búið að halda á málunum ef þið eruð ekki sátt við það, endilega segið þið Gordon Brown að þetta sé ekki ykkur að kenna, því auðvitað er algjört rugl að venjulegir Íslendingar lendi með margra milljarða skuldir vegna gjörða annarra, en í guðanna bænum - hættið að nota þennan hryðjuverkastimpil!!! Það skaðar engan nema sjálf okkur.

Og þetta er ástæðan fyrir því að ég mun ekki skrifa undir www.indefence.is
mbl.is Hringt frítt í vini og vandamenn erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband