enda er flest kjöt í US ógeð...

mæli með bókinni The Omnivore's Dilemma eftir Michael Pollan ef fólk vill vita hvernig flest kjöt er framleitt í bandaríkjunum. Þetta kemur mér bara ekkert á óvart. Væri gaman að vita hvort það er gerður greinarmunur á fjöldaframleiddu verksmiðjukjöti og lífrænu kjöti úr dýrum sem borða gras en ekki maískorn, vaxtarhormón og sýklalyf á hverjum degi.
mbl.is Mikið rautt kjöt slæm áhrif á heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Tek undir þetta með þér af heilum hug. Pollan spyr líka hvort matvælaiðnaðurinn ætti nokkurntímann að vaxa umfram fólksfölgun, þ.e. umfram 2% (fólksfölgun er undir 2%) á ári. Við ættum ekki að borða meira en við gerum bara af því að það eru hluthafar í stórum matvælafyrirtækjum sem vilja verða ríkir af því. Matvælaverð hækkar á móti lækkandi framleiðslukostnaði vegna kröfu eigenda (hluthafa) um vöxt fyritækja. Þetta hefur getið af sér landbúnað sem er í raun tær viðbjóður á nær alla vegu sem við ættum að varast eftir fremsta megni.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 26.3.2009 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband